14. NÓVEMBER 2022

VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara

Íslenskt atvinnulíf stendur styrkum fótum og staða fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Hvert fyrirtækið á fætur öðru skilaði methagnaði á síðasta ári og allt bendir til þess að árið í ár verði ekki síðra. Útflutningsgreinarnar – undirstöður atvinnulífsins – standa afar vel. Sjávarútvegurinn skilaði tugmilljarða króna hagnaði í fyrra og ferðaþjónustan hefur náð flugi á nýjan leik eftir Covid.

27.okt
Ályktun miðstjórnar ASÍ um félagafrelsisfrumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir mikilli furðu á framkomnu frumvarpi þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði. 
Á Íslandi ríkir  félagafrelsi. Tengsl kjarasamninga og stéttarfélagsaðildar hafa reynst mikilvægur þáttur í linnulausri baráttu íslensks launafólks fyrir mannsæmandi kjörum, samtryggingu og velferð og tryggt meiri jöfnuð hér á landi en víðast annars staðar. Verkalýðshreyfingin hefur engan hug á að láta sérvisku jaðarhóps stjórnmálamanna hafa áhrif á þá kjarnastarfsemi sína.


SGS og LÍV saman í kjaraviðræður
Þverbraut 1 - 540 Blönduós
Opið frá kl. 9.00 til 16.00 alla virka daga

S. 452-4932  Fax 452-4634

Stéttarfélagið Samstaða

samstada@samstada.is
Klapparstíg 4 - 530 Hvammstanga
Opið frá kl. 10.00 til 14.00 mánudaga og miðvikudaga
S. 451-2730   Fax 451-2730