Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA

Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar finna má hinar ýmsu gagnlegu upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins, glærukynningu, upplýsingar um atkvæðagreiðslu o.fl.

Félagsmenn sem starfa skv. umræddum samningi eru hvattir til að að kynna sé samninginn vel og nýta atkvæðisrétt sinn, en atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 12:00 þann 9. desember næstkomandi og stendur til hádegis 19. desember.

Fara á upplýsingasíðu SGS um nýjan kjarasamning.
 

sgs.m

3. DESEMBER 2022

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins undirritaður

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. 17 af 19 aðildarfélögum SGS undirrituðu samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara á fimmta tímanum í dag. Um er að ræða svokallaðan skammtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

ASI Logo v1 CMYK

Reykjavík 16. nóvember 2022
 
Minnumst verkafólks á blóðvöllum HM
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur landsmenn alla, og áhugafólk um knattspyrnu sérstaklega, til að gleyma ekki þeim fórnum sem farandverkafólk færði við byggingu mannvirkja og annan undirbúning vegna heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla í Katar. 
Talið er að 6.500 manns hafi týnt lífi við störf tengd undirbúningi mótsins. Raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir því stjórnvöld í Katar hafa reynst með öllu ófáanleg að veita upplýsingar um mannfórnirnar.