26. SEPTEMBER 2023
Samningur SGS og sveitarfélaganna samþykktur
Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga er lokið. Niðurstöður liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með rúmlega 78% þeirra sem greiddu atkvæði.
18.sep.
Kosningar hafnar á nýjum kjarasamningi.
Stéttarfélagið Samstaða undirritaði nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 13. september síðastliðinn, með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu.
Gildistími samningsins er frá 1. október 2023 til 31. mars 2024.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn er rafræn og hófst fimmtudaginn 14. september kl. 12:00 og lýkur þriðjudaginn 26. september kl. 9:00. Niðurstöðurnar verða kynntar eftir hádegi 26. september.
Þetta er stuttur samningur, en kemur á móts við þá sem eru lægst launaðir, munið að taka afstöðu.
Hægt er að kynna sér kjarasamninginn á upplýsingasíðu SGS.is og Samstada.is.
14. SEPTEMBER 2023
Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga
Síðastliðinn þriðjudag, 12. september, var undirritaður nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öll aðildarfélög SGS, 18 talsins, eiga aðild að samningnum. Samningurinn gildir í 6 mánuði, frá 1. október 2023 til 31. mars 2024, en fyrri samningur milli aðila rennur út þann 30. september næstkomandi.