Hlekkur:
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna sem undirritaður var 6. febrúar 2024
Kosning um kjarasamninginn milli SSÍ og SFS sem undirritaður var 6. febrúar sl. hefst kl. 12:00 mánudaginn 12. febrúar og henni lýkur föstudaginn 16. febrúar kl. 15:00.
Athugið að hver einstaklingur getur aðeins kosið einu sinni. Því er mikilvægt að sjómenn kynni sér samninginn vel áður en kosið er.
Í dag var undirritaður nýr kjarasamningur milli SSÍ og SFS. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu hér að framan er samningurinn byggður á samningnum sem felldur var í fyrra en í þessum samningi er tekið tillit til helstu atriða sem voru gagnrýnd í þeim samningi.
Kynningu á helstu atriðum samningsins og þeim breytingum sem gerðar voru má sjá sjá hér.
Samninginn í heild sinni má nálgast hér.Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var undirritaður í dag í húsnæði Ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019. Árið 2023 var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna.
Samningaviðræður um nýjan samning hafa staðið yfir síðustu mánuði. Í þeim viðræðum var lögð mikil áhersla á að taka tillit til þeirra athugasemda og gagnrýni sem fram kom í umræðum um samninginn á síðasta ári og hefur það gengið eftir í helstu atriðum.