Reykjavík 2. júní 2021

 ASI Logo v1 CMYK

Ályktum miðstjórnar ASÍ um meiðandi umræðu um atvinnuleitendur
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands harmar sleggjudóma í opinberri umræðu um málefni atvinnuleitenda. Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram neikvæð og einhliða. Miðstjórn varar við því að ýtt sé undir fordóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnuleysi.
Miðstjórn ASÍ vísar til fullyrðinga nokkurra atvinnurekenda sem birst hafa í tilteknum fjölmiðlum síðustu daga og rætt um meint áhugaleysi atvinnuleitenda um að þiggja boð um vinnu. Látið er að því liggja að atvinnuleysisbætur séu nú svo háar að þær letji fólk til að taka þau störf sem í boði eru.

Hlaðvarp ASÍ - Gul stéttarfélög

Sigurður Pétursson

Umræða um svokölluð gul stéttarfélög hefur verið áberandi að undanförnu og þá einkum í tengslum við Flugfélagið Play en Íslenska flugstéttarfélagið, sem Play hefur samið við, virðist bera öll merki þess að vera „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks, eins og ASÍ, og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum launamanna.

krónur

10. MAÍ 2021

Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2021

Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert.