Aðalfundir deilda Stéttarfélagsins Samstöðu, 
verða haldnir:
        

Verslunarmannadeild              þriðjudaginn 20.mars 2018 kl. 19:00

Almennar deilda                      fimmtudaginn 22.mars 2018 kl. 18:00

Deild ríkis og sveitarfélaga       mánudaginn 26.mars 2018 kl. 17:00

Iðnaðarmannadeild                 mánudaginn 26.mars 2018 kl. 19:00

Orlofshúsaumsóknir !

olfusborgir nytt2Nú er komið að sumarúthlutun 2018 og geta félagsmenn okkar sótt um vikudvöl á eftirfarandi stöðum: Illugastöðum Einarstöðum, Flúðum, Ölfusborgum og Jötnagarðsás við Munaðarnes. 
Félagsmenn geta fyllt út umsóknareyðiblaðið á heimasíðu félagsins og prentað út eða nálgast það á skrifstofum félagsins á Blönduósi eða Hvammstanga.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 25. mars n.k.   Smellið hér til að sækja um

Kjör í stjórnir og nefndir Samstöðu  

Stjórn og trúnaðarráð Stéttarfélagsins Samstöðu samþykkti á fundi sínum þann 21. febrúar síðastliðinn, tillögu uppstillingarnefndar að framboði til stjórnarkjörs í félaginu í þau embætti sem kjósa á um í ár samkvæmt lögum félagsins.