23.jan | 2024
Félagsmannasjóður. 
Getum ekki borgað út ef þínar upplýsingar eru ekki réttar!

 1703689633 peningar

Í kjarasamningi aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2019 var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Sveitarfélögin greiða mánaðarlega 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í þennan sjóð. 
Stéttarfélagið Samstaða á aðild að sjóðnum fyrir sína félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélagi og ber að standa skil á þessum greiðslum til félagsmanna 1. febrúar ár hvert fyrir árið á undan. Athugið að ekki er tekin staðgreiðsla af upphæðinni sem greidd er út til félagsmanna. Því þarf að greiða skatta af þessum greiðslum eftir á. 
 
Kennitala og bankaupplýsingar:
Forsenda þess að hægt sé að greiða starfsmönnum sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2023 úr sjóðnum 1. febrúar 2024 er að Stéttarfélagið Samstaða hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna. Þeir sem ekki hafa gefið upp þessar upplýsingar, meiga endilega senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   Ekki láta 1,5% framlagið þitt í sjóðinn fara til spillis!