14.desember
Verslunardeild Stéttarfélagsins Samstöðu.
Brú að bættum lífskjörum
Kjarasamningur Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV), við Samtök atvinnulífsins (SA) var undirritaður í dag, mánudaginn 12. desember 2022. Samningurinn er gerður í samfloti við tækni- og iðnaðarmenn og nær til tæplega 60.000 manns á vinnumarkaði.
Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Markmið samningsins er í megindráttum að styðja strax við kaupmátt launa, veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika og skapa forsendur fyrir langtímasamningi. Gildistími samningsins er afturvirkur frá 1. nóvember 2022 og gildir til 31. janúar.
Almennar launahækkanir verða 6.75%, þó að hámarki 66.000,- kr, og taka gildi 1. nóvember 2022. Hækkunin felur í sér flýtingu og fullar efndir hagvaxtarauka sem koma átti til greiðslu þann 1. maí 2023. Nýjar launatöflur taka gildi strax með taxtabreytingum. Samkvæmt samningum verður orlofsuppbót árið 2023 56.000,- kr. og desemberuppbót fyrir sama ár 103.000,- kr. Kjaratengdir liðir samningsins hækka um 5,0% frá 1. nóvember 2022, nema um annað hafi verið samið.
Með framlengingu á lífskjarasamningnum er viðræðum um önnur atriði en launaliðinn frestað. Unnið verður markvisst að nýjum langtímasamningi á samningstímabilinu og er sú vinna þegar hafin sem miðar að því að næsti kjarasamningur taki við af Brú að bættum lífskjörum.
Með framlengingu á lífskjarasamningnum er viðræðum um önnur atriði en launaliðinn frestað. Unnið verður markvisst að nýjum langtímasamningi á samningstímabilinu og er sú vinna þegar hafin sem miðar að því að næsti kjarasamningur taki við af Brú að bættum lífskjörum.

Hér má lesa samninginn í heild sinni í PDF

Félög og deildir innan LÍV munu kynna samninginn sínu félagsfólki og er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslur hefjist á hádegi 14. desember 2022.