Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga

Kosið er um nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins.

 

Kosningar eru rafrænar og hefst hjá LÍV 11.apríl kl. 9:00 og líkur 15.apríl kl. 12:00 og hjá SGS hefst hún 12.apríl kl. 13:00 og líkur 23.apríl kl. 16:00.
Kosningarhnappar verða á heimasíðu Samstöðu og á vef LÍV og SGS. 
Nánari kynning á samningum er á landssamband.is fyrir verslunarmenn og sgs.is fyrir Starfsgreinasambandið (almennir- og þjónustusamningar).

7.mars 2021.

illugastadir nytt2

Umsóknir um orlofshús 2021        

Nú, er komið að sumarúthlutun 2021 
og geta félagsmenn okkar sótt um vikudvöl á eftirfarandi stöðum: Illugastöðum, Einarsstöðum, Ölfusborgum 
og Jötnagarðsás við Munaðarnes. 
Félagsmenn geta nálgast umsóknareyðiblaðið á heimasíðu félagsins www.samstada.is prentað út, sent í tölvupósti eða nálgast það 
á skrifstofum félagsins á Blönduósi eða Hvammstanga.
Umsóknum sé skilað á skrifstofur félagsins eigi síðar en 27.mars n.k.