krónur

Launahækkanir 1. janúar 2022.

Stéttarfélagið Samstaða, hvetur launafólk til að fylgjast vel með hvort næstu launahækkanir skili sér rétt og örugglega í launaumslagið. Laun og launatengdir liðir skv. núgildandi kjarasamningum munu hækka sem hér segir:

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði
Þann 1. janúar 2022 hækka kauptaxtar á almenna markaðinum um kr. 25.000 og almenn mánaðarlaun fyrir fullt starf hækka um kr. 17.250. Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 2,5% á sömu dagsetningu. Einnig hækka lágmarkstekjur fyrir fullt starf og verða 368.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf frá 1. janúar 2022. 

Starfsfólk sveitarfélaga
Þann 1. janúar 2022 hækka kauptaxtar hjá sveitarfélögunum um kr. 25.000. 

Starfsfólk ríkisins
Þann 1. janúar 2022 hækka kauptaxtar hjá ríkinu um kr. 17.250.

Verslunarmenn

Samkvæmt kjarasamningum VR hækka taxtar um 25 þús. kr. en almenn hækkun er 17.250 kr. frá og með 1. janúar 2022.

Einnig hækka lágmarkstekjur fyrir fullt starf og verða 368.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf frá 1. janúar 2022. 

Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega hækkun.

Iðnaðarmenn

Launahækkanir 1. janúar 2022

Almenn launahækkun: Öll dagvinnulaun hækka um 17.250 kr á mánuði.