11.jan 2021

krónur

Félagsmannasjóður!!!

Í síðustu kjarasamningum var samið um Félagsmannasjóð. Þetta ákvæði nær til félagsmanna Stéttarfélagsins Samstöðu sem starfa hjá sveitarfélögum í Húnavatnssýslum.

Sveitarfélögin greiða mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna Samstöðu.

Við þetta öðlast allir starfsmenn rétt á eingreiðslu sem tekur mið af launum þeirra og starfstíma frá 1. febrúar til 31. desember ár hvert. Greiðslan fyrir árið 2020 á að berast starfsmönnum þann 1. febrúar næstkomandi.

Forsendan þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum er að Stéttarfélagið Samstaða hafi kennitölu, bankaupplýsingar og netföng félagsmanna og símanúmer.

Þess vegna er afar mikilvægt að starfsmenn sveitarfélaga sendi þessar upplýsingar sem fyrst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo hægt verði að greiða félagsmönnum. Þá er einnig hægt að koma við á skrifstofu Samstöðu eða hringja í síma 452 4932 og ganga frá þessum málum þar.