Reynivellir

Húsið er til leigu frá 14.06 – 23.08

Staðsetningin er frábær og gríðarlega vinsæl enda stutt á marga af vinsælustu áfangastöðum landsins. 5 mín keyrsla í Reykholt þar sem er að finna mjög góða sundlaug, frábæran veitingastað sem heitir Mika, verslunina Bjarnarbúð, stórt tjaldstæði og síðast en ekki síst Friðheima. Það er 12 mín keyrsla á Laugavatn þar sem er m.a að finna Laugavatn Fontana og fl. Erpstaðir, Sólheimar, Gullfoss, Geysir og allskonar gleði í næsta nágrenni. 

Húsið er 42 m2 bjart og skemmtilegt með tveimur litlum svefnherbergjum baðherbergi með upphengt wc og sturtu, eldhús og stofu. Í öðru herberginu er nýtt 120 cm rúm og fataskápur. Í hinu er nýtt 152 cm rúm og fataskápur. Gestahúsið er 15 m2 og er allt glænýtt þar er rúm 152 cm, og baðherbergi með upphengdu salerni, innréttingu vask og sturtuklefa. Það eru sængur og koddar fyrir 6 manns. Dvalargestir þurfa að hafa með sér lín, borðbúnaður er fyrir 6-8 manns, til staðar er: ferðabarnarúm, uppþvottavél, sjónvarp, internet, gasgrill og margt fleira.  

Það er splunkunýr risastór sólpallur og glænýr heitur pottur og lok. 

 

Það er ekki umsjónarmaður með húsinu að staðaldri.