liv

24. APR 2019
Niðurstaða kosninga um kjarasamninga 2019

Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands ísl. verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir.
Kjarasamningarnir voru samþykktur með miklum meirihluta atkvæða hjá öllum verslunarmannafélögum og deildum verslunarmanna innan LÍV. 
Kjörsókn um samning SA var 20,75% og um samning FA 26,67%.
Á kjörskrá um samning milli aðildarfélaga LÍV og SA voru 37.375 félagsmenn og sögðu 88,40% já en nei 9,71%.
Á kjörskrá um kjarasamningi milli aðildarfélaga LÍV og FA voru 1.732 félagsmenn og sögðu 88,74% já en nei 10,17%.
Innan LÍV eru 10 verslunarmannafélög og deildir verslunarmanna og fór atkvæðagreiðslan fram frá 11. - 15 apríl hjá sex af aðildarfélögum sambandsins og frá 12. - 23. apríl hjá fjórum þeirra.